Bacalaomótið fer fram í þriðja sinn laugardaginn 1. júní á aðalvellinum í Grindavík.
Mæting er kl 14:00 þar sem búningar verða afhentir og myndataka liða fer fram áður en mótið sjálft hefst. Það mun svo verða flautað til leiks kl.15:04. Stefnt er á að mótinu ljúki um kl 17:00 þannig að keppendur hafi góðan tíma til að skola af sér og skipta yfir í betri gallann fyrir hina víðfrægu a la Bacalao saltfiskveislu sem hefst kl 20:00 að Seljabót 7, þar sem áður var til húsa Geoplank á annari hæð (Gluggaverksmiðjan PGV á neðri hæð), húsið opnar kl. 19:00.
Matseldin mun verða í öruggum höndum Bíbbans „bragðlaukameistara” Ólasonar sem hefur sérhæft sig í eldun á a la Bacalao saltfisk og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir saltfiskrétti sína. Boðið verður uppá saltfiskrétti líkt og fyrri ár.
Innifalið í mótsgjaldi sem er kr 8.000.- er eftirtalið:
Þeir sem taka með sér maka í veisluna þurfa að greiða kr. 3.000.- aukalega.
Greiðist inn á reikning nr. 0146-26-000642 kt. 581090-2349 um leið og þið hafið skráð ykkur inn.
Enginn er í vafa um að hér er á ferðinni frábær skemmtun og stór liður í því að brottfluttir Grindvíkingar hitti gamla félaga og eigi með þeim góðar stundir.
Höfum hugfast getuleysið fyrirgefst, viljaleysið ekki, TÖKUM ÞÁTT !!!